- Advertisement -

Ríkisstyrkt rányrkja

Leiðari „Um langa hríð hafa fagfólk, Landgræðsla ríkisins og fleiri bent á að nauðsynlegt sé að friða ákveðin svæði fyrir búfjárbeit, ekki síst auðnir, rofsvæði og hálendissvæði þar sem framleiðslugeta gróðurs er ákaflega takmörkuð. Kjötframleiðsla á slíkum svæðum hefur eitt stærsta vistspor sem um getur og verður ekki talin annað en rányrkja. Slíkir búskaparhættir eru eigi að síður styrktir af skattfé þjóðarinnar og augljóst að því þarf að linna.“ skrifaði Ólafur Arnalds, prófessor við Landbnúnaðarháskóla Íslands, fyrir rúmu ári síðan.

Þessu hefur ekki verið mótmælt. Þetta bendir okkur á og á að hvetja til að enn einu sinni verði ekki settur plástur á sárið. Sauðfé er meðal annars beitt á mjög viðkvæm svæði með þeim afleiðingum að þar skiljum við eftir okkur sennilega stærri vistspor, við kjörtframleiðslu, en finnst annars staðar á jörðinni.

Rányrkja er eitt. Fólkið og matarvenjur er annað. Neysla fólks á kjöti hefur minnkað mjög hratt og mikið. Oflof okkar á íslenska lambakjötinu dugar ekki lengur. Æ fleiri segja, nei takk. Trúlegast er samt að áfram verði haldið einsog ekkert hafi breyst.

Páll Magnússon, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefur sagt að engar skyndilausnir séu til. Vandinn sé alvarlegur. Hann kallar, að sið stjórnmálamanna, eftir meiri peningum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Er ekki nóg komið? Er ekki rétt að gera meiri kröfur til þeirra sem stjórna? Ekki er hægt að sættast á að áfram eigi að halda einsog ekkert hafi breyst. Finnið aðra leið.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: