- Advertisement -

Segir Kvennaathvarfið vera öfgasamtök

…í svo­kallaðri „jafn­rétt­is­bar­áttu“, sem oft­ar en ekki ein­kenn­ist af mis­rétti gegn drengj­um og körl­um.

„Kvenna­at­hvarf og syst­ur­sam­tök þess, Stíga­mót, eru einnig rek­in fyr­ir op­in­bert fé að mestu leyti,“ skrifar Arnar Sverrisson í Moggann í dag. „Kvenfrelsunarríkisstjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er þeim sér­stak­lega hliðholl. Kvenna­at­hvarf eyk­ur nú markaðshlut­deild sína á norðan­verðu land­inu. Reynt var að starf­rækja at­hvarf þar um slóðir fyr­ir um þrem­ur ára­tug­um, en eft­ir­spurn var of rýr,“ skrifar Arnar meðal annars í grein sinni.

Arnar heldur áfram: „Fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs, Sigþrúður Guðmunds­dótt­ir, von­ast nú til, að ár­ang­urs­ríkt markaðsstarf skapi nýju kvenna­at­hvarfi rekstr­ar­grund­völl. Rík­is­stjórn­in ber fé á nefnd öfga­fé­lög til að styrkja starf­semi þeirra. Véfrétt­ir um aukn­ar bar­smíðar karla á kon­um sín­um á drep­sótt­ar­tím­um eru notaðar til rétt­læt­ing­ar.“

Kvenna­at­hvarf veit­ir meðferð kon­um, sem segj­ast meidd­ar af körl­um sín­um.

Arnar: „Of­an­greind sam­tök starfa á grund­velli öfga­kenn­ing­ar­inn­ar um eitraða karl­mennsku. Hún seg­ir í gróf­um drátt­um, að dreng­ir og karl­menn séu und­ir­rót alls ills í sam­fé­lag­inu og eitri líf kvenna með of­beldi á öll­um sviðum mann­lífs­ins. Kvenna­at­hvarf veit­ir meðferð kon­um, sem segj­ast meidd­ar af körl­um sín­um. Þeim er einnig boðið hús­næði – og börn­um þeirra (drengj­um að gelgju­skeiði). Ósjald­an hátt­ar þannig til, að kon­urn­ar hafi með aðstoð lög­reglu og barna­vernd­ar­yf­ir­valda yf­ir­gefið heim­ili sín og hrifið með sér börn­in að föður þeirra for­sp­urðum. Í minni sveit hét það barns­rán. Feðrun­um er aft­ur á móti oftsinn­is stungið í stein­inn sam­kvæmt ákvörðun lög­reglu. Börn­un­um eru meinuð sam­skipti við feður sína, skóla­ganga og sam­skipti við vini eru hindruð. Þetta kalla yf­ir­völd gott jafn­rétti og skyn­sam­lega barna­vernd.“

Arnar finnur mikið að því að Sinfóníuhljómsveitin hafi aflað peninga fyrir Kvennaathvarfið og Ríkissjónvarpið hafi sent út frá tónleikunum.

„Það er um­hugs­un­ar­vert, að op­in­ber­ar menn­ing­ar­stofn­an­ir, fjár­magnaðar af al­menn­ingi sam­kvæmt ákvörðunum stjórn­mála­manna, skuli nú feta í slóð rík­is­fjöl­miðils­ins, Jafn­rétt­is­stofu og rík­is­fyr­ir­tækja á borð við Íslands­banka, og beita sér í svo­kallaðri „jafn­rétt­is­bar­áttu“, sem oft­ar en ekki ein­kenn­ist af mis­rétti gegn drengj­um og körl­um.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: