- Advertisement -

Skrímslasveitin fagnar sigri – Klausturskarlarnir fá frið

Viti menn. Síðan talar enginn né skrifar um leynimakk Jóns og Bjarna. Aðgerðin tókst.

-sme

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:

Skrímslasveitin mætti á hárréttum tíma. Spillingarljósið hafði náð þeim félögum Jóni Gunnarssyni og Bjarna Benediktssyni. Þeir undirbjuggu spillingarþráð þar sem Kristján Loftsson fengi það sem hann helst vill. Forríkur maðurinn. Almenningi var brugðið þegar upp þá komst. „Drengurinn“ hans Jóns var gabbaður í kvöldverði í boði óþekkts manns. „Drengurinn“ talaði og talaði og malaði og malaði. Allt varð vitlaust.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stutt er til kosninga og finna varð eitthvað. Bara eitthvað til að koma athyglin frá Bjarna og Jóni Gunnars. Obbobobb. Haldiði ekki að fundist hafa tuttugu ára asnaleg skrif Þórðar Snæs Júlíussonar sem skipar þriðja sæti í kjördæmi Kristrúnar formanns.

Viti menn. Síðan talar enginn né skrifar um leynimakk Jóns og Bjarna. Aðgerðin tókst.

Klausturskarlarnir í Miðflokknum, sem allir eru í framboði, já hver og einn, geta nú um frjálst höfuð strokið. Allar og allir virðast hafa tekið þá í sátt. Þórður Snær, sá ötuli blaðamaður, situr einn í súpunni. Kannski Kristrún líka. Það er eflaust tímafrekt og leiðinlegt að verja Þórð og skrifin hans, daginn inn og daginn út.

Niðurstaðan er sú að skrímslasveitin hafði sigur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: