- Advertisement -

Stjórnarandstaðan tryggir stöðu Jóns

Sigurjón M. Egilsson:

Láti hann Jón fara núna eða á næstunni gæti stjórnarandstaðan litið á það sem hálfan sigur. Bjarni vill eflaust ekkert gera sem sýni veikleika.

Segja má að með vantrauststillögunni hafi stjórnarandstæðingar séð til þess að Jón Gunnarsson verður lengur ráðherra en til stóð. Klaufaskapur. Bjarni er svo ánægður með framgöngu Jóns að hann fékk landsfundargesti til að rísa úr sætum og klappa fyrir Jóni. Ekki fyrir Þórdísi K.R., ekki fyrir Áslaugu Örnu og alls ekki fyrir Guðlaugi Þór. Jón er í uppáhaldi hjá Bjarna. Jón er Bjarna maður.

Hvergerðingurinn Guðrún Hafsteinsdóttir horfir vonsvikin á. Hún vill verða ráðherra. Bjarni er búinn að lofa því. Bjarni stendur aldeilis ekki við allt sem hann lofar. Bjarni er þannig maður. Láti hann Jón fara núna eða á næstunni gæti stjórnarandstaðan litið á það sem hálfan sigur. Bjarni vill eflaust ekkert gera sem sýni veikleika.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Allt leggst á eitt. Guðrún verður að bíða og bíða. Áður var Páll Magnússon í sömu stöðu og Guðrún er nú. Allskyns áskoranir voru samþykktar Páli til stuðnings. Páll leyndi aldrei hvað hann langaði mikið að verða ráðherra. Sem hann aldrei varð. Hvað verður um Guðrúnu? Verður einhver annar ráðherra settur af og Jón vinur Bjarna situr þá sem fastast?

Stefnir í vonbrigði hér og þar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: