- Advertisement -

Stjórnin lafir á lyginni

Svo mikill ágreiningur hefur opinberast innan stjórnarliðsins, vegna virðisaukaskattsins á ferðaþjónustuna, að vandséð er um framtíð ríkisstjórnarinnar. Fátt á Íslandi er tryggara ríkisstjórninni en Mogginn. Þar segir í morgun: „Þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því á þann veg í gær, að stjórnarmeirihluti fjárlaganefndar hefði komist í gegnum umræðuna um fjárhagsáætlunina og afgreitt sameiginlegt meirihlutaálit, með því að segjast samþykkja áætlunina…“

Með því að segjast, en ekki gera, er ekki sannleikanum samkvæmt. En hversu lengi getur ríkisstjórnin komist áfram með slíkum reddingum? „Segja má að ágreiningnum innan stjórnarflokkanna um breytingar á vasknum hafi þannig verið frestað a.m.k. til haustsins, því atkvæðagreiðsla um breytingar á virðisaukaskattinum mun ekki eiga sér stað í þessari lotu,“ sagði annar stjórnarþingmaður,“ segir í Morgunblaðinu og haft er eftir, að því er blaðið segir, einhverjum þingmanni meirihlutans.

Við blasir að fátt gengur að óskum, innan meirihlutans, og óvissan er algjör. Því hefur ágreiningi verið sópað undir teppið, allavega tímabundið. „Ef ekki hefði verið farin slík leið væri ólíklegt að meirihlutinn hefði náð því að ljúka gerð sameiginlegs álits,“ segir Mogginn.

Að öllu þessu metnum er ljóst að ríkisstjórn Íslands lafir á lyginni. Í því er ekki nokkur framtíð. Hvenær springur þetta?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: