- Advertisement -

Þegar ég kláraði gagnfræðaskólann

Fáum dögum kom ég í skólann og Aðalheiður afhenti mér einkunnabókina. Ég gat varla beðið. Varð að sjá í hverju ég hafði náð tíu.

-sme

Nú eru skólaslit og margt ungmennið velur sér hvert skala halda. Hvað skal læra og í hvaða skóla. Valið getur verið erfitt.

Þegar ég kláraði gagnfræðaskóla hirti ég ekki einu sinn um að mæta við skólaslit eða sækja einkunnina. Mér lá á. Staurblankur unglingur sem vantaði svo margt. Skó, föt, tannlækni og fleira. Svo ég fór á eyrina daginn eftir síðasta kennsludag.

Ímyndaði mér að ég hefði ekki náð prófunum. Mátti samt ekki vera að því að hugsa svo mikið um það. Var búinn að sjá skó í Rímu í Austurstræti 6 og föt í Vinnufatabúðinni. Leit ekki til baka.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þú hefur ekki komið að sækja einkunnabókina þína,“ sagði þessi góða kennslukona.

Einn daginn var ég í Grandi-Voga, strætó númer 2. Sé að aðalkennarinn minn, Aðalheiður muni ég nafnið rétt, kemur inn í vagninn og sér mig sitja fyrir aftan afturdyrnar. Ég vonaði að hún sæi mig ekki. Vonin brást. Hún stefndi beint til mín og settist við hliðina á mér. Hún var mjög góður kennari og fínasta manneskja. Ég var bara ekki tilbúinn að fara að ræða námið mitt um veturinn.

„Sæll Sigurjón minn,“ sagði hún eftir að hún settist.

„Já, sæl,“ sagði ég.

„Þú hefur ekki komið að sækja einkunnabókina þína,“ sagði þessi góða kennslukona.

„Ætli það taki því nokkuð,“ svaraði ég og bætti við að ég hafi örugglega fallið á prófunum.

Hún brosti til mín og sagði: „Hvaða vitleysa. Þú náðir öllum prófum og sumum mjög vel. Komdu upp í skóla og ég afhentir þér einkunnabókina þína.“

Þegar ég var fara út úr vagninum sagði hún stundarhátt svo heyrðist um alla vagninn: „Þú ert með eina tíu.“

Eina tíu? Hvað gat það verið? Mér datt ekkert í hug.

Fáum dögum kom ég í skólann og Aðalheiður afhenti mér einkunnabókina. Ég gat varla beðið. Varð að sjá í hverju ég hafði náð tíu.

Auðvitað. Í bókfærslu þar sem frábær maður kenndi mér, Björn Bjarman rithöfundur. Við náðum vel saman. Ég hef leyft mér að not eitt og annað úr bókinni hans, Glefsur. Björn er mér ógleymanlegur.

Gagnfræðapróf var mín eina menntun þar til ég fór í fyrsta bekk í stýrimannaskóla. Áður en námi lauk var ég hættur til sjós. Hafði gerst blaðamaður á DV. Hafði réttindi á báta allt að áttatíu tonnum.

Vissi ekki þá að mín beið hörku nám í blaðamennsku. Lærði mest af Jónasi Kristjánssyni og Elíasi Snæland Jónssyni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: