- Advertisement -

Þórdís Kolbrún verðlaunuð í London

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifaði á Facebook:

Var verðlaunuð sem ungur stjórnmálamaður ársins 2019 í London nýlega, ein af fimm. John Major fyrrverandi forsætisráðherra Breta og formaður Íhaldsflokksins afhenti verðlaunin fyrir hönd samtakanna One Young World. Mér þótti vænt um að vera þar í góðum hópi verðlaunahafa úr öllum heimshornum sem hafa verið að gera áhugaverða hluti í sínum heimalöndum. Svona hvatning er dýrmæt, mér þótti vænt um verðlaunin og að tekið sé eftir því sem maður er að gera. Ég mun nota þessa hvatningu sem kraft áfram gakk.

Juan Guaido fékk sömu verðlaun (en mætti ekki – eðlilega). Yfir fimmtíu ríki viðurkenna Juan Guadio sem hinn réttmæta þjóðarleiðtoga í Venesúela. Megi honum farnast sem best við að bæta stöðu landa sinna. Verkefni mín og okkar hér eru sem betur fer af öðrum meiði.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: