- Advertisement -

Þrír erlendir verkamenn fórust í eldsvoða

…án þess að dómsmálaráðherra og ríkisstjórn sjái ástæðu til að bregðast við.

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar:

Þrír erlendir verkamenn fórust í eldsvoða. Bjuggu margir saman við ömurlegan húsakost vegna kerfis sem hlífir launaþjófum og arðræningjum en refsar minni máttar, þar sem eftirlitsstofnanir eru veikar og fjársveltar (Vinnumálastofnun getur ekki einu sinni sinnt lögskyldri skráningu á starfsfólki starfsmannaleiga) og lögreglan er upptekin við að rúnta um á „færanlegri landamærastöð“ og targeta veikustu hópa samfélagsins á grundvelli þjóðernis. Lögreglan beinlínis gortar af racial-profiling í fjölmiðlaviðtölum án þess að dómsmálaráðherra og ríkisstjórn sjái ástæðu til að bregðast við. Dettur einhverjum í hug að erlent verkafólk, sem býr við ógeðslegar aðstæður á grundvelli ólöglegra húsaleigusamninga, leiti til þessara sömu yfirvalda eftir aðstoð?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: