- Advertisement -

Þung refsing – en hvar er glæpurinn?

Sigurjón Magnús Egilsson:

Afsögn Ásthildar Lóu var með öllu óþörf. Hún hefur ekkert til saka unnið. Hálmstrá andstæðinga hennar er að fullkomlega löglegt ástarævintýri fyrir 35 árum dugi til að fella nýja ríkisstjórn. Það er vonlaus barátta.

Dómur er fallinn. Verra er að glæpurinn finnst ekki. Hans hefur verið leitað. Án árangurs. Benti hefur verið á 35 ára gamalt ástarmál. Í því var enginn glæpur. Bara alls ekki. Þrátt fyrir hina þungu refsingu er víða látið sem Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi framið glæp. Sem hún gerði ekki.

Hvaðan kemur þá allt þetta? Fyrrverandi tengdamamma barnsdöður Ásthildar Lóu gat ekki unnt henni þess að vera ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Hvers vegna höfum við ekki fengið að vita. Þó það að konan gerði það sem hún gat til að koma höggi á Ásthildi Lóu.

Konan sendi erindi til forsætisráðherra og pantaði fund með Kristrúnu Frostadóttir forsætisráðherra. Rétt eins og hún væri að panta pizzu. Þannig getur þetta ekki verið. Forsætisráðherra getur varla bókað sig á alla fundi sem fólk vill hitta hana. Mig grunar að Kristrún hefði þá ekki tíma til annarra verka.

Svo má aldrei verða. 

Við höfum horft upp á þetta mál í nokkra daga. Draumur skrímslanna er að óleikurinn dugi til að fella ríkisstjórnina. Svo má aldrei verða. Syndaregistur sumra ráðherra úr fyrri ríkisstjórnum hafa ekki fellt nógu margar ríkisstjórnir. Sumar þó.

Það er óbragð af þessu máli öllu. Ég hef ekki nennt að setja mig í þann anga sem nær til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur fyrrum ráðherra. Hitt er annað og síðra að Mogginn mun halda áfram með málið gegn Ásthildi Lóu, þó þar sé ekkert að finna.

Afsögn Ásthildar Lóu var með öllu óþörf. Hún hefur ekkert til saka unnið. Hálmstrá andstæðinga hennar er að fullkomlega löglegt ástarævintýri fyrir 35 árum dugi til að fella nýja ríkisstjórn. Það er vonlaus barátta.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: