- Advertisement -

Tilviljanakennd ríkisfjármálastefna

Rósa Björk Brynjólfsdóttir.

„Það er orðið öllum ljóst að ríkisstjórnin kynti undir verðbólguna með fjárlögum þar sem gjöld á almenning voru hækkuð og engar raunverulegar tekjur sóttar þar sem þenslan er í raun og veru,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir á Alþingi.

„Ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru mjög yfirlýsingaglaðir þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt í haust þar sem þeir sögðu að fjárlögin myndu vinna gegn verðbólgu, en það varð aldeilis ekki úr. Fjárlagafrumvarp ársins 2023 gerði í upphafi ráð fyrir 89 milljarða hallarekstri þrátt fyrir þenslu, kraftmikinn hagvöxt og hátt atvinnustig. Mikilvægum fjárfestingum var hins vegar frestað og loks voru öll krónutölugjöld ríkisins skrúfuð algjörlega upp í topp. Eftir breytingar á fjárlögunum var hallinn kominn upp í 120 milljarða og það er óábyrgt að sækja ekki tekjur á móti þessum vaxandi halla. Ríkisstjórnin þarf að reka aðra ríkisfjármálastefnu sem vinnur gegn verðbólgu en ekki grípa til tilviljanakenndra aðgerða sem bitna svo á heimilum í landinu eða hjálpa alla vega ekki heimilum í landinu að bregðast við því ástandi sem nú ríkir,“ sagði Rósa Björk.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: