- Advertisement -

Móðganir í Ráðhúsinu

Kolbrún Baldursdóttir og Pawel Bartoszek.

Borgarfulltrúarnir Hjálmar Sveinsson og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Samfylkingu og Pírötum, móðguðu íbúa í Grafarvogi, Grafarholti og á Kjalarnesi með ummælum um hverfin þrjú.

„Flokkur fólksins finnst leitt ef kjörnir fulltrúar meirihlutans sem hér er vísað til séu með hnýtingar í fulltrúa íbúaráða og vinnubrögð þeirra,“ bókaði Kolbrún Baldursdóttir í forsætisnefnd.

Íbúaráð Grafarvogs hafði bókað vegna ummælanna. Kolbrún sagði: „Íbúaráðin eru sjálfstæð og geta bókað um menn og málefni eins og þau óska og telja að þurfi. Í þessari bókun íbúaráðsins er verið að vísa í opinber ummæli sem tveir kjörnir fulltrúar meirihlutans viðhöfðu um íbúðahverfi sem þeim þótti ekki vel heppnuð og þar sem væri alger einangrun eins og sagt var orðrétt. Kjörnir fulltrúar sögðu jafnframt að í tveimur hverfum „keyrði helst einn á hverjum bíl og fólk byggi í risastórum einbýlishúsum – laus við félagsleg samskipti“ eins og segir orðrétt. Þetta eru niðrandi ummæli og tóku íbúar þetta nærri sér og þóttu særandi. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ekki atkvæðarétt í forsætisnefnd til að taka afstöðu til þess hvort ályktunin verði lesin upp í borgarstjórn eins og íbúaráð Grafarvogs óskar eftir. Forseti borgarstjórnar hefur valdið og ræður því hvort ályktun íbúaráðsins verði lesin upp í borgarstjórn.“

…sem ekki geta svarað fyrir sig…

Fulltrúar meirihlutans virðast hafa móðgast vegna orða Kolbrúnar:

„Það er miður að áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í forsætisnefnd velji að túlka ummæli einstakra borgarfulltrúa, sem ekki geta svarað fyrir sig þar sem þeirra eiga ekki sæti í nefndinni, sem niðrandi. Það eru langsóttar túlkanir og ummæli borgarfulltrúanna tekin úr öllu samhengi til þess eins að fella pólitískar keilur og halda áfram að ala á misskilningi og snúa út úr fyrir borgarfulltrúunum sem eiga að gæta sannmælis.“

Svarað fyrir sig: „Þetta er sérkennileg bókun en sú tegundar sem meirihlutinn kemur gjarnan með þegar hann er kominn í málefnalegt þrot. Ekki gátu íbúar þessara hverfa svarað mikið fyrir sig þegar kjörnu fulltrúarnir tveir úr meirihlutanum viðhöfðu þessi sérkennilegu ummæli um hverfi og íbúa þeirra, annar þeirri í borgarstjórn og hinn í útvarpi. Flokki fólksins finnst þessi meirihluti verja orðið hvað sem er í stað þess að horfast í augu við þegar gerð eru mistök. Það vantar mikið upp á hógværð og lítillæti og jafnvel færni þeirra að geta stundum sett sig í spor borgarbúa. Margir myndu túlka þessi ummæli jafnvel sem ákveðna fordóma í garð þeirra hverfa sem þarna um ræðir. Ef það er upplifun einhverra þýðir ekki mikið að tala um „langsóttar túlkanir“ eins og fulltrúi meirihlutans í forsætisnefnd orðar það.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: