- Advertisement -

Vinstri græn í sögulegri lægð

Gunnar Smári skrifar:

VG mælist nú tvo mánuði í röð með um 7,5% fylgi hjá MMR. Flokkurinn hefur aðeins einu sinni mælst með minna fylgi, 6,7% rétt fyrir kosningarnar 2013 þegar kjósendur refsuðu Samfylkingu og VG fyrir ríkisstjórnarsamstarfið eftir Hrun. Nú eru enn níu og hálfur mánuðir til kosninga svo enn er tími fyrir flokkinn að sökkva dýpra.

Ég hef spáð því hér áður að snemma á næsta ári mælist Sósíalistaflokkurinn stærri en VG. Það byggir m.a. á þeirri sögulegu staðreynd að róttækari sósíalistar voru með meira fylgi en kratarnir á Íslandi stærsta hluta 20. aldar, svo til frá stofnun Sósíalistaflokksins eldri að stofnun Samfylkingar/VG.

Fyrstu þrjá mánuðina sem MMR mældi Sósíalistaflokkinn fyrst, í febrúar til apríl 2019, var VG með um 11% en Sósíalistaflokkurinn með um 3,5%. Nú er VG með 7,6% en Sósíalistar 5,0%. Sósíalistaflokkurinn var 1/3 af VG en er nú 2/3 hlutar af VG. Þegar Sósíalistaflokkurinn hefur mælst stærri í tvo, þrjá mánuði munu áhrifin af stöðu og sögu VG hverfa og róttækari flokkurinn sigla fram úr.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: