- Advertisement -

Vinstri græn munu hafna eigin stefnu

Leiðari Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í september í haust:

„Hið sama má segja um þær pólitísku ákvarðanir sem hafa verið teknar um bótakerfin, vaxtabætur og barnabætur, sem nýtast æ færra fólki. Á bak við það eru líka pólitískar ákvarðanir sem hafa ekki miðað að því að auka jöfnuð og draga úr misskiptingu, heldur þvert á móti. Hér þarf stjórnvöld sem eru reiðubúin að taka pólitískar ákvarðanir til að útrýma fátækt og draga um leið úr misskiptingu.“

Þá var Katrín ekki forsætisráðherra, heldur Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Aðeins rúmir þrír mánuðir eru síðan Katrín lét þessi orð falla í ræðustól Alþingis.

Nú, eins aumt og það er, mun Katrín og hennar fólk, ganga gegn eigin orðum og standa með fyrrverandi forsætisráðherra og fylgja þar með eftir vilja hans, fari sem horfir. Stjórnarandstaðan leggur til að þrír milljarðar verði settir til að auka barnabætur  og húsnæðisbætur. Þegar þingmenn greiða atkvæði um þá tillögu verður að fara fram nafnakall.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fyrir áramótum, rúmum þremur mánuðum frá orðum núverandi forsætisráðherra mun skýrast hvort ræður ríkisstjórn Íslands; Katrín eða Bjarni.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: