- Advertisement -

Ríkisstjórnin hafði nægan tíma

…svartur af skít sem flokksmönnum var ætlað að éta.

Gunnar Smári skrifar:

Verkalýðssinnarnir í VG er flúnir. Á meðan forysta flokksins stærir sig af því að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hún setur lög á verkfall hafnar Rósa Björk Brynjólfsdóttir afstöðu forystu síns gamla flokks.

Sama á við um Drífu Snædal, sem leiddi vinnu hópsins sem mótaði stefnu flokksins í vinnumarkaðs- og verkalýðsmálum, þar sem segir m.a. „Verkfallsréttur stéttarfélaganna sé virtur.“ Fyrir verkalýðssinna sem eitt sinn töldu að þeir ættu samleið með núverandi forystu VG var föstudagurinn síðasti svartur, svartur af skít sem flokksmönnum var ætlað að éta.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Rósa Björk Brynjólfsdóttir:
Ráðherrann hefur því haft langan tíma til að tryggja öryggi og forðast að koma fram með lög til að stöðva verkfall vinnandi stéttar.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir:

Í gærkvöldi – á föstudagskvöldi með gula viðvörun hangandi yfir okkur – kaus Alþingi að setja lög á verkfall flugvirkja.

Landhelgisgæslan er ein mikilvægasta stofnun okkar og öryggi sjófarenda og almenna borgara verður að tryggja, hvar sem við búum, og í hvaða veðrum sem er. Og starfsfólk hennar er magnað og fyrir þeirra verk getum við seint þakkað nægilega.

En að lagasetningin í gærkvöldi hafi snúist eingöngu um öryggi, er að mínu mati ekki rétt. Í öllu tali sínu um öryggi, þá hefði dómsmálaráðherra átt að huga betur að því síðastliðna mánuði. Með því að stuðla að lausn og hvetja deiluaðila áfram. Deilan við flugvirkja hefur staðið yfir í 10 mánuði og 6 af 18 flugvirkjum hafa verið í verkfalli síðan 5. nóvember. Ráðherrann hefur því haft langan tíma til að tryggja öryggi og forðast að koma fram með lög til að stöðva verkfall vinnandi stéttar.

Það er nefnilega það sem við vorum að gera á Alþingi í gærkvöldi; Að setja lög á vinnandi stétt og afnema verkalýðsréttinn af vinnandi fólki. Réttur sem verkalýðshreyfingar hafa barist fyrir af afli í áratugi og hundrað ár. Réttur sem kveðið er á um í Mannréttindasáttmála Evrópu og Alþjóðavinnumálastofnunin hefur barist gegn að ríkisstjórnir taki af fólki með lagasetningu.

Sem er að veita ríkissáttasemjara ríkari rétt til að stöðva verkföll.

Og ég var döpur að sjá að ofan í vinnu þingsins og atkvæðagreiðsluna í gærkvöldi steig forsætisráðherra fram í fjölmiðlum og boðaði mikil tíðindi í vinnumarkaðsmálum. Sem er að veita ríkissáttasemjara ríkari rétt til að stöðva verkföll. Þannig að veikja á aðkomu þingsins í þessu ferli og fela einum manni verkfallsstöðvun. Forseti ASÍ mótmælti líka harðlega á samfélagsmiðlum þessum hugmyndum forsætisráðherra.

Verkfallsrétturinn er sterkasta vopn vinnandi fólks til að berjast fyrir kjörum sínum, réttur sem er notaður ef allt annað þrýtur. Við eigum að forðast í allra lengstu lög að skerða þann rétt með því að setja lagasetningar á þennan rétt, yfirvöld eiga að stuðla að því með öllu afli að samningar náist.

Það er nefnilega svo að ef það eru sett lög á verkfallsréttar einnar stéttar, er í raun verið að grafa undan verkfallsrétti annarra stétta.

Því kaus ég gegn lögum á verkfall flugvirkja.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: