- Advertisement -

Sjaldan verið eins vonsvikinn og dapur með þessa ríkisstjórn

Ágúst Ólafur Ágústsson skrifaði:

Í dag er alþjóðadagur fatlaðs fólks og í morgun birtust ansi merkilegar heilsíðuauglýsingar í blöðum landsins frá Öryrkjabandalagi Íslands. Í þeim birtust ákall til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um að virða skýran vilja Alþingis um lögfestingu samningsins um réttindi fatlaðs fólks.

Eftir 10 daga átti ríkisstjórnin nefnilega vera búin að leggja fram frumvarp þess efnis. Það mun ekki gerast. Ekkert svona mál er á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Þetta þingmál, sem ég lagði fram, samþykkti þingið fyrir 18 mánuðum!

Og núna neyðist Öryrkjabandalagið til að birta sérstakar heilsíðuauglýsingar um að hér beri ríkisstjórninni að virða löggjafarviljann.
Við samþykktum öll saman, úr öllum flokkum, mál sem myndi stórbæta réttarstöðu fatlaðs fólks og ríkisstjórninni var falið hið skýra hlutverk að leggja fram frumvarpið innan ákveðins tímaramma.

Af hverju er verið að svíkja þetta mál, af öllum?

Ég hef sjaldan, ef nokkurn tímann, verið eins vonsvikinn og dapur með þessa ríkisstjórn.

Þurfa öryrkjar í alvörunni að kaupa heilsíðuauglýsingar til að ná eyrum þessarar ríkisstjórnar?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: