- Advertisement -

62 þingmenn og Sigmundur Davíð

Til sjós er stundum sagt í hálfkæringi að áhöfnina skipi til dæmis tíu menn og kokkur. Þetta er gert mest til að stríða kokkunum.

Til starfa á Alþingi eru kjörnir 63 einstaklingar. Þar sem einn þeirra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson , mætir illa til þingstarfa og jafnvel enn verr á nefndarfundi, er ekki úr vegi að segja að á Alþingi eigi sæti 62 þingmenn og Sigmundur Davíð.

DV hefur birt upplýsingar þar sem kemur fram að lötustu þingmennirnir, ef mið er tekið af mætingum á nefndarfundi, séu þingmenn Framsóknarflokksins. Eflaust gengur á ýmsu í flestum flokkum ef ekki öllum. Sennilega er minnsta fjörið í þingflokki Framsóknarflokksins, sem þá smitar þannig út frá sér að þingmenn flokksins heykjast á að mæta til allra þeirra starfa sem þeir ber að sinna.

Starf þingmannsins hefur þá sérstöðu að hver og einn ræður hvort hann mætir til vinnu eða ekki. Kjósendur ættu í raun að krefjast upplýsinga um ástundun áður þingmenn eru kosnir til áframhaldandi starfa. Auðvitað á engin að komast upp með að vanvirða það embætti sem viðkomandi hefur verið kjörin til að sinna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: