- Advertisement -

Loftlagsmál: „Nú er öldin önnur“

…voru sögð mála skrattann á vegginn í þingsal…

Andrés Ingi Jónsson, utan flokka, mælti fyrir frumvarpi, um breytingar á lögum um loftlagsmál.

„Við þurfum ekki að hafa fylgst lengi með stjórnmálum til að hafa orðið vitni að gríðarlegum breytingum í því hvernig talað er um loftslagsmál í samfélaginu og ekki síst innan veggja Alþingis. Okkur nægir að líta eins og 15 ár aftur í tímann til að finna dæmi þess að þau sem töluðu fyrir metnaðarfullum aðgerðum í loftslagsmálum voru sögð mála skrattann á vegginn í þingsal og fyrir giska tíu árum var hér enn tekist á um það hvort Ísland ætti yfir höfuð að axla sömu ábyrgð á lausn á loftslagsvandanum og aðrar þjóðir eða ekki. Þá talaði fólk fyrir því að Ísland myndi sækjast eftir undanþágum í ætt við þær sem fengust í Kyoto-bókuninni þar sem Ísland samdi um að fá að margfalda losun sína á skuldbindingartíma samningsins. En nú er öldin önnur og Ísland hefur undirgengist sömu skuldbindingar og önnur þau ríki,“ sagði hann í upphafi ræðu sinnar.

Meðflutningsmenn Andrésar eru; Björn Leví Gunnarsson, Guðmundur Andri Thorsson, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Steindór Valdimarsson, María Hjálmarsdóttir, Olga Margrét Cilia, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: