- Advertisement -

Ásmundur ábekingur á vonlausu frumvarpi Miðflokksins

Allur þingflokkur Miðflokksins hefur lagt fram frumvarp um að Landspítalanum verði skipuð stjórn. Frumvarpið á sér enga framtíð. Örlög nánast allra frumvarpa þingmanna eru andvana fædd.

Það sem vekur eftirtekt við þetta frumvarp er að einn þingmaður, utan Miðflokksins, er kvittar upp á frumvarpið. Það er Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki. Félagi Ásmundar, í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason, gefur ekki mikið fyrir frumvarpið.

„Flutningsmenn hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að gera stjórnina vanmáttuga.“ Og: „Það á ekki að fela stjórninni eitt mikilvægasta stjórntækið sem gerir henni kleift að sinna þeim verkefnum sem flutningsmenn vilja að stjórnin hafi með höndum og beri ábyrgð á gagnvart okkur öllum.“

Óli Björn Kárason er ekki hrifinn af frumvarpi félaga sins og Miðflokksmanna.

Verði frumvarpið að lögum, sem enginn gerir reyndar ráð fyrir, þá mun stjórn Landspítalans hvorki geta ráðið eða rekið forstjórann.

Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Ólafur Ísleifsson:

„Landspítalinn er stærsta stofnun og stærsti vinnustaður landsins. Um nokkurn tíma hefur borið á gagnrýni vegna skorts á aðkomu fulltrúa fagstétta að stjórn spítalans. Hvort tveggja læknaráð og yfirlæknar í prófessoraráði Landspítala hafa talað fyrir því að yfir spítalann verði skipuð sérstök stjórn þar sem fulltrúar fagfólks ættu sterka aðkomu að stjórnkerfi spítalans,“ sagði hann.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: