- Advertisement -

Trúnaðurinn er aldrei hannaður til að þjóna eingöngu hagsmunum valdsins

Það er þöggun.

„Mig langar til að ræða hér um þann trúnað sem meiri hluti þingsins predikar. Trúnaður er alltaf mikilvægur þar sem hann á við, þar sem hann er nauðsynlegur og þar sem hann þjónar einhverjum hagsmunum; til að verja viðkvæma hagsmuni, til að verja viðkvæmar upplýsingar. Trúnaðurinn er aldrei hannaður til að þjóna eingöngu hagsmunum valdsins. Það er þöggun,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi.

„Þessir tilburðir hér og þessi umræða hér, og það að þingmenn þurfi að sitja undir því dag eftir dag af hálfu meiri hlutans að leka upplýsingum, upplýsingum sem hvergi hafa komið fram, er óþolandi og óboðlegt. Þetta verður til þess að upplýsingar, t.d. varðandi mál sem nú er til meðferðar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, upplýsingar sem eiga erindi við almennings, rata ekki út vegna þess að hér er búið að búa til einhverja þá umgjörð að upplýsingar geta ekki skilað sér til almennings.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: