- Advertisement -

Eldri borgarar árlega sviptir 57 milljörðum

Hvers lags samfélag er þetta eiginlega?

„Eldri borgarar hafa sjálfir sparað fyrir lífeyrissjóðshlutdeild sinni. Lífeyristekjur eru því ekki launagreiðslur sem koma frá vinnuveitendum að starfsaldri loknum.“

„Samkvæmt upplýsingum frá félags- og barnamálaráðherra nema heildarskerðingar til ellilífeyrisþega vegna lífeyrissjóðstekna — takið eftir, vegna lífeyrissjóðsteknanna — 37,556 milljörðum kr. á hverju einasta ári, sem sagt 37.556 millj. kr. Það dylst engum hvers lags gríðarlegar upphæðir það eru sem verið er að taka af eldra fólki og þeim sem eru búnir að greiða lögþvingað í lífeyrissjóð allan sinn starfsaldur. Hvers lags samfélag er þetta eiginlega, virðulegi forseti, sem ræðst svona að eignarrétti þegna sinna og fótumtreður þá, eins og löggjöfin öll í kringum almannatryggingakerfið er að gera?“

Það var Inga Sæland sem þetta sagði á Alþingi þegar hún mælti fyrir frumvarpi um breytingar á almannatrygginum.

Dettur nokkrum í hug að ég sé á örorkuframfærslu almannatrygginga?

„Við skulum ekki gleyma því að það er þak á almannatryggingakerfinu. Það er enginn sem er með meðallaun, sem eru mæld hér um 700 þús. kr. og eitthvað á mánuði, sem á rétt á einni einustu krónu úr almannatryggingakerfinu. Í raun og veru er það þannig að þeir sem eru á lægstu launum og með lægsta afkomu eru hvort sem er þeir einu sem eiga rétt á því að fá greiðslu frá almannatryggingum. Ég er lögblind, 75% öryrki á ofurlaunum hér. Dettur nokkrum í hug að ég sé á örorkuframfærslu almannatrygginga? Nei, ég er of tekjuhá. Og hvort við séum að mæla með því, þegar verið er að tala um forstjóra á ofurlaunum, að hann fái út úr almannatryggingum þá liggur það í hlutarins eðli að svo er ekki. Hvernig dettur nokkrum manni í hug að spyrja svona nema þeim sem hefur ekki hugmynd um hvernig almannatryggingakerfið er uppbyggt? Hefur ekki hugmynd um almannatryggingakerfið yfir höfuð og aular út úr sér svoleiðis vitleysu að það hálfa væri nóg og maður veit varla hvernig maður á að bregðast við hér úr ræðustóli Alþingis þegar maður hefur fengið svona stórfurðulegar fyrirspurnir,“ sagði Inga.

„Eldri borgarar hafa sjálfir sparað fyrir lífeyrissjóðshlutdeild sinni. Lífeyristekjur eru því ekki launagreiðslur sem koma frá vinnuveitendum að starfsaldri loknum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: