- Advertisement -

Vilhjálmur deilir hart á eigin ráðherra

„Við erum rafmagnslaus í dag þegar við erum að tala um það eitt að samfélagið okkar geti vaxið eðlilega, bara venjulegan vöxt samfélags, og hvað þá þegar við tölum um orkuskiptin og alþjóðlegar skuldbindingar sem við höfum gert á því sviði.“

Fyrrverandi orkumálaráðherra og núverandi, Þórdís K.R. Gylfadóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson.

„Á rafmagnslausu Íslandi fer ekki saman hljóð og mynd. Það er kannski ein helsta niðurstaða starfshóps um stöðuna á orkumarkaði sem gefin var út í gær, svokölluð grænbók. Þar fer ekki saman hljóð og mynd, segi ég, og það er kannski út af því að stjórnvöld eru komin með ýmsar stefnur, framtíðarstefnu fyrir íslenskan útflutning, græna dregilinn, viljayfirlýsingu um hreinsun og bindingu kolefnis, græna iðngarða á Íslandi, byggðaáætlun og annað slíkt — allt kallar þetta á aukna orku. Það eru landshlutarnir og íbúarnir um allt land sem kalla á það að fá orkuna til sín til þess að byggðirnar geti þróast,“ sagði Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokki á Alþingi.

Þess verður að geta að í talsverðan tíma hafa orkumálin verið á borði Sjálfstæðisflokksins og eru þar enn. Vilhjálmur hélt áfram:

„Við erum rafmagnslaus í dag.“

„Við erum rafmagnslaus í dag þegar við erum að tala um það eitt að samfélagið okkar geti vaxið eðlilega, bara venjulegan vöxt samfélags, og hvað þá þegar við tölum um orkuskiptin og alþjóðlegar skuldbindingar sem við höfum gert á því sviði,“ sagði þingmaðurinn og hélt áfram:

„Til þess þurfum við orku og við höfum hana ekki og hvað þá þegar við hugsum lengra, um stækkun núverandi iðnaðar eða að fá nýjan grænan iðnað. Þar er eftirspurnin vissulega til staðar, fullt af tækifærum. Þá er enn ótalið, og var ekki einu sinni fjallað um það í skýrslunni, var ekki inni í spá um orkuþörf, ef við ætlum að flytja út orku í rafeldsneyti eða öðru slíku. Það hefur líka verið nefnt að ein virkjun á ári upp á 100 MW getur verið mjög fjölbreytt. Hún getur verið í nýtingu á umframvarma, nýtingu á lághita, alls kyns nýsköpun í sólarorku og litlum vindtúrbínum og öðru, bættri orkunýtingu í húsnæði, nýtingu umframafurða og ýmislegt sem er hægt að gera og svo er það, eins og komið var inn á áðan, dreifikerfið, að draga úr orkutapi o.fl. Við þurfum að láta hljóð og mynd fara saman,“ sagði Vilhjálmur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: