- Advertisement -

„Hvers vegna eru stjórnarflokkarnir fastir í fortíð og kyrrstöðu“

Þórunn Sveinbjarnarson.

Lagt hefur verið fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um að halda áfram aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.

„Eins og allir hér vita samþykkti Alþingi árið 2009 að hefja aðildarviðræður við ESB. Þá var sú ákvörðun ekki borin undir þjóðina og ég ætla að fá að segja það hér að ég er sammála hæstvirts forsætisráðherra sem sagði úr þessum ræðustól í gær að það hefðu verið mistök að gera það ekki þá. En ég dreg ekki sömu ályktanir aðrar af stöðunni og hæstvirtur forsætisráðherra. Alþingi Íslendinga á að treysta kjósendum fyrir þessari ákvörðun og bera undir þá í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort taka eigi upp þráðinn í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Þjóðaratkvæðagreiðsla myndi rjúfa kyrrstöðuna sem ríkt hefur í Evrópumálum í tæplega áratug hér á landi,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir.

„Alþingi hefur aldrei samþykkt tillögu um að draga aðildarumsóknina til baka og þess má geta að framkvæmdastjórn ESB lítur svo á að viðræðunum hafi aldrei verið slitið þrátt fyrir bréfaskrif þáverandi hæstvirts utanríkisráðherra Gunnars Braga Sveinssonar. Það er því hægur vandi að taka upp þráðinn í viðræðunum. Hvers vegna skyldu ríkisstjórnarflokkarnir óttast það svo mjög að spyrja þjóðina hvort við eigum að halda áfram og taka upp þráðinn í aðildarviðræðunum? Hvað er að óttast? Hvers vegna eru stjórnarflokkarnir fastir í fortíð og kyrrstöðu í Evrópumálunum þegar framtíðin blasir við og allar þjóðir í Evrópu eru að endurskoða í grundvallaratriðum öryggishagsmunir sína og þjóðarhagsmunir sína, og nægir að nefna Þýskaland, Svíþjóð og Finnland í því efni?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: