- Advertisement -

Aukinn útlendingaandúð á Íslandi

Við erum ekki öll sammála en ég í sannfæringu minni trúi því að við séum hér að afgreiða mál sem er flókið en við erum að gera rétt með því að segja já í dag.

Jódís Skúladóttir VG.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði þetta þegar hún tjáði sig við atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar:

Þetta mál innsiglar þá afstöðu sem ég hef svo sem haft lengi, sem er að þessi ríkisstjórn er fjandsamleg flóttafólki. Hér á að senda skilaboð um að fólk skuli koma sér úr landi ellegar bíði þess að vera sent á götuna án aðstoðar og án aðgangs að lágmarksþjónustu. Þetta á að hafa fælingarmátt. Þetta á að losa okkur við segla, eins og við séum bara með þá á ísskápnum hjá okkur, sem togi til sín einhverja vonda útlendinga sem vilja leggjast á velferðarkerfið okkar eins og einhverjar vampýrur. Þessi orðræða, þetta frumvarp er strax farið að hafa áhrif til aukinnar útlendingaandúðar á Íslandi. Við sjáum það og við merkjum það í könnunum. Með þessu er verið að innsigla verknaðinn og það er verið að senda skýr skilaboð. Flóttamenn eru ekki velkomnir hér.

Jódís Skúladóttir Vg sagði:

Við erum nú komin á leiðarenda í ansi langri og flókinni vegferð sem hefur staðið yfir í nokkur ár. Ég er hér komin til að styðja þetta frumvarp svo breytt. Ég hefði ekki getað stutt það í upphafi þegar ég settist hér á þing. Háttvirtri allsherjar- og menntamálanefnd langar mig að þakka samstarfið. Okkur hefur tekist vel að vinna málið. Við erum ekki öll sammála en ég í sannfæringu minni trúi því að við séum hér að afgreiða mál sem er flókið en við erum að gera rétt með því að segja já í dag. Það er búið að vinna málið gríðarlega vel, miklu betur og lengur en nokkurt annað mál sem ég hef komið að í þessu þingi. Við höfum fengið fjölmarga gesti og orðið hefur verið við beiðnum sem komu fram í umsögnum. Mörgum þeirra hefur verið svarað og brugðist við og fyrir það er ég ákaflega þakklát og ég þakka nefndinni fyrir gott samstarf.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: