- Advertisement -

Bílaleigur fá milljarð að gjöf meðan gjöld eru hækkuð á allan almenning í landinu

„Það er líka gert ráð fyrir því að gistináttaskatturinn verði tekinn upp aftur.“

Bjarkey Olsen gunnarsdóttir Vinstri grænum.

Alþingi „Það hefur víða vakið athygli að ríkissjóður verji einum milljarði króna í að niðurgreiða kaup á rafbílum fyrir bílaleigur. Þetta fyrirkomulag á rætur sínar að rekja til fjárlagaársins en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð rík áhersla á stuðning vegna orkuskipta. Þau sjónarmið að dýrir rafbílar auki enn á þensluna eiga rétt á sér,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, í umræðu um ríkisfjármálaáætlun 2024 til 2028.

„Ég vil þó segja að þetta er mikilvægur liður í þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem við höfum gengist undir og lykilatriði í því að minnka bruna jarðefnaeldsneytis hér á landi. Á gildistíma þeirrar áætlunar sem við fjöllum hér um er síðan dregið úr stuðningi við innflutning rafbíla enda höfum við náð talsverðum árangri.“

Hér er sagt hversu gott er að gefa bílaleigum heilan milljarð og um leið að gjöld á venjulega rafbílaeigendur verði hækkuð, svo um munar,

„Samdráttur í notkun jarðefnaeldsneytis hefur leitt til minni tekna af ökutækjum en skattlagningin miðast við losun koltvísýrings. Þetta hefur leitt til tekjuskerðingar eins og margoft hefur komið fram hér í þessum þingsal vegna afnota af vegakerfinu. Í ljósi þessa verður aukin gjaldtaka á eigendur rafbíla sem samræmist þessum breytta veruleika enda engin ástæða til að þau sem keyra um á slíkum bílum borgi ekki vegna t.d. slita á vegum. Það verður líka lagt gjald á skemmtiferðaskipin sem er löngu tímabært að mínu mati og kemur til með að skila okkur í kringum 700–800 millj. kr. á ári. Það er líka gert ráð fyrir því að gistináttaskatturinn verði tekinn upp aftur,“ sagði formaður fjárlaganefndar Alþingis.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: