- Advertisement -

Segir forseti Alþingis einhverntíma nei?

Þingmönnum er oft tíðrætt um hversu lengi þeir þurfa oft að bíða þess að ráðherrar svari fyrirspurnum þeirra. Oft draga ráðherrar að svara og þá á skjön við það sem þeim ber að gera.

Tveir þingmenn Pírata töluðu, undir liðnum um fundarstjórn forseta. Gísli R. Ólafsson var sá fyrri. Hann sagði:

„Þannig er að ég lagði fram fyrirspurn þann 27. september síðastliðinn til hæstvirts dómsmálaráðherra um bið eftir afplánun dóma. Þetta er á þskj. 224 og þannig er að ég hef ekki fengið eitt einasta svar. Ég hef ítrekað þetta nokkrum sinnum. Það er ekki einu sinni búið að biðja um að fá að svara seint. Þess skal getið að upprunalega kom þessi fyrirspurn fram í maí á síðasta ári og var ekki svarað í sumar þannig að mig langaði bara að leita liðsinnis hæstvirts forseta um að ýta á eftir hæstv. dómsmálaráðherra að koma með svör.“

Björn Leví Gunnarsson:

„Nú hafa einhverjar 22 fyrirspurnir beðið svars í meira en 100 virka daga. Sú sem lengst hefur beðið er búin að bíða í 153 virka daga, merkilegt nokk, um verndartolla á franskar kartöflur. Mig langar að spyrja forseta, þar sem ráðherrar biðja oft um framlengingu á því að svara fyrirspurnum frá þinginu, hvort það gerist í einhverjum tilfellum að forseti segi nei í staðinn fyrir að kvitta auðveldlega undir framlengingu á svörum, hvort hann segi bara: Nei, þið fáið engan aukafrest?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: