- Advertisement -

Að éta krít og að éta skít

Sjálfstæðisflokkurinn át drjúgt af krít og tókst með mjúkri, en falskri, rödd að laða Vinstri græn til samtarfs. Sem aldrei hefði átt að verða, séð út frá hagsmunum Vg. Og þjóðarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn virðist telja sig almáttugan. Nú fer hann rakleiðis og beina leið gegn ljósmæðrum. Flestir aðrir Íslendingar virðast vera þeirrar skoðunar að staða flokksins sé ekki eins sterk og innmúraðir virðast telja.

„Bjarni, þú verður að gera þér grein fyrir því að þú vinnur ekki störukeppni við ljósmæður.“ Þetta skrifar Kári Stefánsson í ágætri grein í Fréttablaðinu í dag. Þetta er hárrétt hjá Kára og öll vitum við hvers vegna.

Fortíð Bjarna og reyndar nútíð einnig segja okkur að hann er ekki sú fyrirmynd sem fólk utan Valhallar heillast að. Sem von er. Þó flokknum hafi tekist að vera mjúkmáll og heillað Katrínu og hennar föruneyti hefur nokkuð sannast enn og aftur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Að Sjálfstæðisflokkurinn er í raun ekki stjórntækur. Sem sannast að allar þær ríkisstjórnir flokksins, sem Bjarni hefur tekið þátt í, hafa sprungið á limminu. Ekki náð í mark. Sama verður vonandi um þessa ríkisstjórn.

Svo vitnað sé til umræðunnar. Sjálfstæðisflokkurinn át krít og fékk Vinstri græn til að éta skít. Ofbeldissambandi ríkisstjórnarinnar og alltof stórs hluta þjóðarinnar verður að ljúka. Því fyrr, því betra.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: