- Advertisement -

Að gera illt verra

Ekki tókst stjórn N1 að lægja öldurnar þegar glímt var við að skýra tröllslega launahækkun forstjórans. Einu rök stjórnarinnar eru þau að þetta sé fárra ára gamall samningur milli stjórnar og forstjóra.

Samingurinn er galinn. Hann tryggir forstjóranum, einum starfsmanna, tröllslegan launaauka vegna gróða ársins 2016. Aðrir starfsmenn fengu ekki eina krónu og munu örugglega ekki fá að njóta afkomunnar. Nei, stjórn fyrirtækisins telur að aðeins einn maður, aðeins einn maður, skapi hagnað fyrirtækisins.

Þau telja víst að skipstjóri á skipi eigi einn að fá aflahlut, aðrir ekki. Staða stjórnarinnar er verri í dag en hún var fyrir aðalfundinn, sem haldinn var í gær. Það er gott tillegg hjá Guðmundi Ragnarssyni, formanni VM, að Gildi selji sinn hlut í N1.

Sjóðir verkafólks eiga enga samleið með græðgishugsun stjórnar N1. Næg önnur tækifæri, og örugglega ekki síðir, eru til staðar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stjórn N1 hefur tekist að komast sér í verri stöðu en hún var í. Þau hafa opnað hug sinn og sýnt í hvernig raunveruleika þau lifa. Það á að mótmæla svona fólki.

Sigurjón M. Egilsson.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: