Diljá Mist Einarsdóttir sækist eftir að verða varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún skrifar í Moggann í dag. Diljá er hörð í gagnrýni á fráfarandi forystu. Því til sönnunar er þessi kafli úr grein hennar:
Verði ég kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins mun ég leggja mig alla fram um að grunnstef sjálfstæðisstefnunnar verði aftur hafið til vegs og virðingar. Við eigum að herða varðstöðu okkar um frelsið, við eigum að hafna stjórnlyndi og miðstýringaráráttu vinstrimanna og annarra boðbera afturhalds. Þetta verkefni mun útheimta þrotlausa vinnu. Vinnu við að endurreisa starfið okkar um allt land. Það verður aðeins gert með samtali og í samvinnu við fólkið okkar um allt land sem þekkir það best hvernig það verður gert. Forgangsmál er að veita fjármuni í starfið. Ég er tilbúin í þessa vinnu – þetta verkefni.
Þetta verkefni mun útheimta þrotlausa vinnu, skrifar Diljá Mist. Það hlýtur að vera sárt fyrir Bjarna Benediktsson sem nú lætur af formennsku. Hver frambjóðandinn af öðrum talar á þennan veg. Eðlilega. Flokkurinn hefur aldrei glímt við meiri krísu og nú. Fylgið aldei minna og flokkurinn er nánast valdalaus.