- Advertisement -

Allt í klessu og ráðherrar fylgjast með

Nú er svo komið að allt fólk viðurkennir að Landspítalinn er sprunginn. Það vantar rými en einkum og sér í lagi starfsfólk. Helst á bráðamóttökuna. Það er lífshættulegt ástand.

Kristín Sigurðardóttir hjá Ríkisútvarpinu náði tali af Katrínu Jakobsdóttur. Katrín sagði að ráðherrar fylgist með því sem er að gerast. Katrín sagði stöðuna þunga og bætti svo við: „Þess vegna var það auðvitað þessi ríkisstjórn sem ákvað að ráðast í framkvæmdir við nýjan Landspítala, sem voru svo löngu tímabærar og búið að ræða svo lengi, í svo mörg ár.

Bjarni fjármálaráðherra var líka tekin tali.

Hann sagði að stóraukið fjármagn renni nú í heilbrigðiskerfið með nýjum fjárlögum. Hann segir vanda kerfisins þó ekki aðeins fjárhagslegan. Alvarleg staða blasi við víða í heilbrigðiskerfinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Við höfum verið að stórauka fjármagn, nú síðast í fjárlögum þessa árs. En verkefnið er miklu flóknara en það, eins og fólk sem starfar í þessu er að benda á,“ sagði Bjarni.

Viðbrögð Katrínar og Bjarna er einskis virði. Vandinn er ekki bara til framtíðar. Hann er núna. Núna strax. Viðkvæmasta eining heilbrigðiskerfisins er hvellsprungin. Katrín ætlar að fylgjast með og Bjarni segir ekki vanta peninga. Það þarf að hætta þessu þrasi og laga það sem er í ólagi. Núna.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: