- Advertisement -

Andvaraleysi í Mílumálinu

„Það var í september á síðasta ári sem fréttir bárust af því að Síminn hefði fengið fyrirspurnir frá fjárfestum um kaup á Mílu. Það var í apríl á þessu ári sem Sýn seldi óvirka innviði. Það var í júlí á þessu ári sem fjöldi fjárfesta var sagður undirbúa kauptilboð í Mílu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson á Alþingi.

„Af hverju var síðasti vetur ekki notaður til að gera þetta frumvarp að lögum? Síðan var fundað um söluna á Mílu í þjóðaröryggisráði 11. nóvember, fyrir mánuði, herra forseti. Fyrir heilum mánuði fundaði þjóðaröryggisráð um þetta frumvarp, sem skiptir miklu máli að ljúka fyrir jól. Og ekki bara fyrir jól, heldur fyrir helgi. Fyrir næstu helgi þarf þingið að vera búið að klára mál sem var dreift 10. desember. Við höfum tæpa viku til að klára mál sem ríkisstjórnin, og sú sem hún var fyrir kosningar, er búin að hafa í fanginu í heilt ár,“ sagði hann á Alþingi 13. desember, eða fyrir tæpti viku.

Nú er með öllu óvíst hvenær næsti þingfundur verður.

Ríkisstjórnin hefur gefið út að hinir frönsku kaupendur séu hinir mætustu menn og að þeir lofi að selja ekki frá þetta mikilvæga fyrirtæki. Sett var á stofn nefnd sem komst að þessari niðurstöðu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: