- Advertisement -

Áslaug Arna ekki á fundi hjá VG

Sigríður Á. Andersen var kölluð á fund Viðreisnar og bent á að ríkisstjórnin væri í hættu vegna hennar.

Það var heilt ríkisstjórnarsamstarf undir,

„Varðandi þá spurningu hvort ég hafi farið á fund Vinstri grænna sem þingflokks þá er svarið nei,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á þingfundi í gær. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem spurði.

„Það var gott að fá svar við þessari spurningu en ég get alveg upplýst að rótin að þessu er einfaldlega sú að við í Viðreisn kölluðum á sínum tíma, vegna mikilla áhyggna okkar af málefnum útlendinga, þáverandi dómsmálaráðherra, Sigríði Andersen, á okkar fund þar sem við lýstum yfir miklum áhyggjum og hvöttum hana til þess, af því að það var heilt ríkisstjórnarsamstarf undir, til þess að fara í það að breyta. Ég hefði haldið að flokkur eins og Vinstri græn, með sína stefnu í málefnum útlendinga, hefði gert nákvæmlega það sama. En gott og vel.,“ sagði Þorgerður Katrín.

Þorgerður Katrín sagði hvort Áslaug Arna hafi verið boðuð á fund þingflokks Vinstri grænna: „Forystuflokksins í ríkisstjórninni, til að fara yfir þessi mál, hvort þingflokkur Vinstri grænna hafi kallað ráðherra til sín til þess að lýsa yfir áhyggjum og hvetja hana til dáða í þessu máli.“

Svarið var sem sagt nei, svo er ekki.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: