- Advertisement -

Áslaug Arna og Sjálfstæðisflokkurinn vanvirða þrískiptingu valdsins

Hvers vegna er enn verið að rannsaka þetta mál?

Svo langt er gengið að dómsmálaráðherrann heldur að hún sé æðsti maður lögreglunnar. Að upplýsa eigi hana um aðgerðir lögreglunnar og starfshætti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir annað hvort braut niður skilin milli framkvæmdavalds og dómsvalds.

Nema forverar hennar í sama embætti hafi verið búnir að því. Má vera. Er reyndar trúlegt. Það er grafalvarlegt ef ráðherra skiptir sér af daglegum störfum lögreglunnar. Að pólitískt kjörinn ráðherra fari með yfirstjórn lögregluaðgerða. Þetta eru geggjuð viðhorf.

Ætlast ráðherrann til að við trúum því, eitt einasta augnablik, að hún hefði hringt í lögreglustjórann á jólunum ef einhver annar en Bjarni Benediktsson hefði verið á kenderí ólöglegu partí á Þorláksmessu? Bara einhver annar, nafntogaður leikar, eða rithöfundur eða bara hver sem er. Nei. Því trúir enginn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvers vegna er enn verið að rannsaka þetta mál? Er það vegna þess að Áslaug Arna, sem hefur tekið sér yfirvald lögregluaðgerða í landinu, hefur tafið rannsóknina. Kannski fram yfir kosningar.

Það er mjög alvarlegt að þau sem fara með framkvæmdavald ætli að taka yfir dómsvaldið. Þau hafa þegar dregið mestan máttinn úr löggjafarvaldinu.

Sjálfstæðisflokkurinn, öðrum flokkum fremur, hefur eytt þrískiptingu valdsins. Það liggur nú að mestu allt saman í Valhöll að Háaleitisbraut 1 í Reykjavík.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: