- Advertisement -

Atkvæði til VG er brennumatur

Meira að segja Sigmundur Davíð er uggandi um tímasetningu á sölu bankans.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Ef þú ert vinstri manneskja í pólitík, þá kastar þú atkvæði þínu á bálið ef þú kýst Vinstri græna. Það er hreint ótrúlegt hvað þingmaður Vg segir í þessar frétt um söluna á Íslandsbanka. Fyrst hélt ég að það væri Sjálfstæðismaður að tjá sig. Nei, það var Steinunn Þóra Árna­dóttir, þing­maður Vinstri grænna sem segir að Vg vilji selja og það sé upplagt að selja bankann núna. Hún sé búin að hlusta á sérfræðinga og þeir segi að lagaumhverfið sé allt orðið svo pottþétt.

En hvaða sérfræðinga hefur hún verið að hlusta á í fjárlaganefnd. Það voru þeir sem fyrirfram var vitað að væru hlynntir sölunni. „Við fengum Seðla­bankann í gær sem sinnir auð­vitað eftir­lits­hlut­verki. Þeir fóru yfir laga­rammann og hvernig hann hefur verið styrktur eftir hrun,“ segir Steinunn.

Og efnahags og viðskiptanefnd fékk gesti frá Seðla­bankanum, Banka­sýslunni, Ís­lands­banka og Sam­keppnis­eftir­litinu til þess að fara yfir söluna. Hvers konar eiginlega vinnubrögð eru þetta? Hvar voru fulltrúar almennings sem á bankann? Það eru um 200 þúsund manns í verkalýðshreyfingunni en hún var ekki höfð með. Verkalýðshreyfingin hefur á að skipa fullt af sérfræðingum sem hefðu getað tjáð sína skoðun. En nei- þingmaður Vg sér ekki ástæðu til að kalla til sérfræðinga almennings.

Þrátt fyrir gríðarlega efnahagsdýfu og að augljóst sé að bankinn fari á slikk þá segir Steinunn: „Það hefur verið ýmis­legt rætt hvað varðar þessa tíma­setningu en mér hugnast þetta nokkuð vel.“ Ég er svo gáttuð að ég á ekki til eitt einasta orð. Meira að segja Sigmundur Davíð er uggandi um tímasetningu á sölu bankans.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: