- Advertisement -

Átta mál frá ríkisstjórninni en 130 frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar

Þá hvetjum við allt starfsfólk til að gefa kynfræðslu bæði góðan tíma og rými.

Björn Leví Gunnarsson.

„Mig langaði til að tala um störf þingsins, þessi átta mál sem eru komin frá ríkisstjórninni á meðan það eru 130 mál komin frá stjórnarandstöðunni. En umræðan hérna hvetur mig aðeins til þess að skipta um umræðuefni,“ sagði Björn Leví Gunnarsson.

„Í janúar síðastliðnum, 26. janúar, fékk ég í tölvupóstinn minn frá skólanum, sem foreldri með börn í skóla, kynningu um viku 6. Þar stendur: Í 6. viku hvers árs býður jafnréttisskóli Reykjavíkur, skóla- og frístundasviði, upp á kynheilbrigðisátak í grunnskólum og félagsmiðstöðvum borgarinnar. Í ár er vika 6 frá 6.–10. febrúar. Þá hvetjum við allt starfsfólk til að gefa kynfræðslu bæði góðan tíma og rými. Með því taka þátt í viku 6 gefur starfsfólk börnum og unglingum skilaboð um að kynheilbrigði þeirra skipti máli. Einnig sagði þar: Í ár verður boðið upp á rafrænan fræðslufund fyrir foreldra og forsjáraðila þriðjudaginn 31. janúar kl. 8.30–9.15. Kannski ekkert rosalega langur tími eða á rosa heppilegum tíma en það er boðið upp á kynningu, það eru tenglar til þess að skoða efni og svoleiðis,“ sagði Björn Leví.

„Þetta var í upphafi þessa árs. Þetta er ekkert nýtt sem við erum að glíma við hérna. Það er boðið upp á kynningu fyrir foreldra en við foreldrar erum upptekin hingað og þangað. Það er erfitt að fylgjast með í annasömu þjóðfélagi og kannski tengt störfum þingsins þá verð ég dálítið var við það í mínum störfum að mér finnst Alþingi starfa á mjög gamaldags hátt sem gerir það einhvern veginn að verkum að það er rosalega erfitt að ná niðurstöðum í stórum málum sem við erum að glíma við hérna. Við náum einhvern veginn ekki til botns í þeim, þau fljóta alltaf fram hjá okkur. Næsta mál tekur við og svo næsta mál. Þar erum við stödd í því að við náum aldrei að klára nein af þeim málum sem koma hérna fyrir ræðustól Alþingis. En í þessu tilviki þá ætti það að vera skýrt: Foreldrum er boðið upp á fræðslu í þessu máli sem verið var að tala um hérna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: