- Advertisement -

Bjarni berst við þau fátækustu

„Hún er ómerkileg pillan sem fjármálaráðherra sendir samtökum fatlaðs fólks, öryrkja og einstaklinga með langvinna sjúkdóma í dag. Fjárlög og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að útgjöld vegna örorku og málefna fatlaðs fólks dragist saman, hvort sem þau eru skoðuð sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eða sem hlutfall af ríkisútgjöldum, milli áranna 2020 og 2021 og ekki stendur til að draga úr tekjuskerðingum á greiðslum til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Að þessu leyti á framsetningin í sjónvarpsauglýsingu ÖBÍ fullkomlega rétt á sér. Stór hluti öryrkja á Íslandi býr við fátækt. Kjaragliðnun milli öryrkja og launafólks er staðreynd hvað sem öllum kökubakstri líður – og bilið milli lágmarkslauna og örorkulífeyris hefur haldið áfram að breikka á vakt núverandi ríkisstjórnar. Það er ekki náttúrulögmál heldur pólitísk ákvörðun um að auka ójöfnuð – þróun sem við í Samfylkingunni ætlum að snúa við,“  skrifaði Logi Einarsson.

Fyrr í dag sendi Öryrkjabandalagið frá sér tilkynningu þar sem segir: „Hvað skyldi 4300 manns vera hátt hlutfall af þessari fjölgun? Jú 9,5%, en tafla ráðherra sýnir einmitt að fjöldi öryrkja sem hlutfall af mannfjölda er 9,2% og hefur verið undanfarin ár. Munurinn 0,3 prósentustig, en hér höfum við í huga dugnað starfsmanna TR árið 2016 er þeir unnu niður uppsafnaðar umsóknir. Það skiptir nefnilega máli hvernig hlutirnir eru bornir fram.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Aumt hjá fjármálaráðherra að fara í slag við staðreyndir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: