- Advertisement -

Bjarni er tregastur allra ráðherra

Skjáskot: RÚV.

Björn Leví Gunnarsson sagði frá því á Alþingi í dag að hann hafði reiknað út hversu lengi hver ráðherra er að svara fyrirspurnum þingmanna. Bjarni Benediktsson er tregastur til svara.

„Varðandi skriflegar fyrirspurnir til ráðherra þá tók ég saman í mars í fyrra fjölda fyrirspurna til ráðherra og reiknaði meðalsvartíma fyrirspurnanna, sem voru þá 34 dagar að meðaltali fyrir hverja fyrirspurn. Alls hafði þá 172 fyrirspurnum verið svarað fyrir nákvæmlega ári síðan. Í dag hefur 130 fyrirspurnum verið svarað, mun færri en á sama tíma í fyrra, en svartíminn er mjög svipaður, 32 dagar að meðaltali. Þó að 37% fleiri fyrirspurnum hafi verið svarað á sama tíma í fyrra hefur svartíminn ekkert styst. Þeir ráðherrar sem eru einna lengst að svara nú í ár eru fjármála- og efnahagsráðherra, en meðalsvartíminn er 51 dagur fyrir þær 12 fyrirspurnir sem hann hefur svarað það sem af er þessu þingi. Meðalsvartími hjá hæstvirtur mennta- og menningarmálaráðherra eru 45 dagar fyrir 11 fyrirspurnir,“ sagði Björn Leví.

„Nú er stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd með mál til umfjöllunar þar sem fjallað er um að auka fjölda daganna sem hafa má til að svara skriflegum fyrirspurnum upp í 25 og sem stendur eru einungis fimm ráðherrar á þeim mörkum. Hæstvirtur ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var með 25 daga svartíma fyrir fjórar fyrirspurnir á þessu þingi. Ef tekið væri tillit til ósvaraðra fyrirspurna myndi það fara yfir 25 daga. Hæstvirtur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er með 23 daga svartíma að meðaltali fyrir níu fyrirspurnir en hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur verið fljótust ráðherra að svara, hún hefur svarað 19 fyrirspurnum á 22 dögum að meðaltali. Þrátt fyrir fækkun fyrirspurna, m.a. út af Covid og minni vinnu þar í kring, þá hefur meðalsvartími ekki styst. Þannig að maður veltir fyrir sér hvort tilefni sé til að auka þá tímalengd sem ráðuneyti og ráðherra hafa til að svara eða hvort það þarf önnur mál.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: