- Advertisement -

Bjarni vill hlaupa frá gerðum samningum

Ásthildur Lóa Þórsdóttir.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Flokki fólksins, skrifar fína grein í Mogga dagsins. Hún gerir réttmætar athugasemdir um framgöngu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Einkum að hann vill hlaupa frá gerðum samningum. ÍL málið vindur enn upp á sig. Hér á eftur fer drjúgur hluti greinarinnar:

Það er kald­hæðnis­legt að ríkið hafi á sín­um tíma tekið Íslands­lán (40 ára verðtryggð jafn­greiðslu­lán) og sé núna loks­ins að átta sig á því hversu ómögu­legt er að greiða þau upp. Og hvað ger­ir ríkið þá? Það reyn­ir að koma sér und­an því að standa við gerða samn­inga.

Ríkið hef­ur aldrei sýnt neyt­end­um sem tóku þessi sömu lán nokk­urn skiln­ing þegar þeir kvörtuðu yfir ósann­girni og óbil­girni Íbúðalána­sjóðs, sem krafði neyt­end­ur um greiðslu vænt­an­legs framtíðar­hagnaðar, í formi upp­greiðslu­gjalds, oft hátt í 20% af eft­ir­stöðvum láns.

Hitt er ljóst að þessi afstaða fjár­málaráðherra sam­rým­ist í engu orðræðunni um að samn­ing­ar skuli standa.

Hér verður ekki lagt mat á rétt­mæti hug­mynda fjár­málaráðherra um að gera upp skuld­ir sjóðsins miðað við nú­ver­andi stöðu þeirra og þannig kom­ast hjá því að greiða kröfu­höf­um Íbúðalán­sjóðs bæt­ur fyr­ir framtíðar­vaxtatap, sem í dag­legu tali kall­ast upp­greiðslu­gjald. Ég læt öðrum þá umræðu eft­ir.

Hitt er ljóst að þessi afstaða fjár­málaráðherra sam­rým­ist í engu orðræðunni um að samn­ing­ar skuli standa. Gangi áætlan­ir fjár­málaráðherra eft­ir hlýt­ur sú spurn­ing að vakna hvort það sama muni ekki gilda um þá neyt­end­ur sem enn skulda Íbúðalána­sjóði hús­næðislán með þess­um íþyngj­andi skil­yrðum.

Fjár­málaráðherra og seðlabanka­stjóri benda fólki ít­rekað á að skuld­breyta lán­um sín­um, en viðskipta­vin­ir Íbúðalána­sjóðs eiga litla sem enga mögu­leika á því, vegna þeirra sví­v­irðilegu upp­greiðslu­gjalda sem fjár­málaráðherra er nú að reka sig á.

Ég vil benda fjár­málaráðherra, sem yf­ir­leitt er mjög um­hugað um samn­ings­frelsið, á að það er leyfi­legt að breyta samn­ing­um eft­ir und­ir­rit­un til hags­bóta fyr­ir neyt­end­ur, t.d. þegar um órétt­mæta skil­mála er að ræða.

Upp­greiðslu­gjöld Íbúðalána­sjóðs flokk­ast klár­lega til órétt­mætra skil­mála og þegar ann­ar aðili samn­ings­ins, Íbúðalána­sjóður, verður hvort eð er ekki leng­ur til, er kjörið tæki­færi til að losa neyt­end­ur frá þess­um skelfi­legu skil­mál­um. Ég vil því beina því til fjár­málaráðherra, Bjarna Bene­dikts­son­ar, að beita sér fyr­ir því að skil­mál­ar um upp­greiðslu­gjöld verði felld­ir brott úr eft­ir­stand­andi út­lán­um ÍL-sjóðs, eða a.m.k. sett 1-2% há­mark á upp­greiðslu­gjöld­in eins og tíðkaðist hjá öll­um öðrum lán­veit­end­um á sín­um tíma.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: