- Advertisement -

Borgarfulltrúa fullkomlega misboðið

Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er misboðið. En hvers vegna? Jú, hún vitnar til þessara tilvitnanna í grein sem húm skrifar í Moggann:

„Grafar­vog­ur­inn er kannski ekki al­veg jafn vel heppnaður að mínu mati og Grafar­holtið, þar sem það er í raun­inni bara al­ger ein­angr­un þar þú átt bara að sitja í bíln­um þínum einn helst og búa í þínu risa­stóra ein­býl­is­húsi og þar er rosa­lega lítið hugsað um þessi fé­lags­legu sam­skipti,“ sagði Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, formaður skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, í þætt­in­um Flakk með Lísu Páls á Rás 1. Orð for­manns skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur hafa mikið vægi og því slær það mann að heyra hana tala þannig um skipu­lag Reykja­vík­ur­borg­ar. Það að formaður skipu­lags­ráðs tali niður tvö hverfi Reykja­vík­ur­borg­ar með þess­um hætti er óskilj­an­legt. Þetta er þó því miður ekki eins­dæmi því í borg­ar­stjórn þann 21. janú­ar lét borg­ar­full­trúi Hjálm­ar Sveins­son orð falla um Kjal­ar­nes og Geld­inga­nesi sem er hluti af Grafar­vogi: „Þar sem hvorki kind­ur, hest­ar né kýr hafa einu sinni viljað vera á beit,“ sagði hann um Geld­inga­nes í kjöl­far orðræðu um að hverf­in væru „ekki frá­bær­ir staðir til að búa á“. Það er sárt að hlusta á borg­ar­full­trúa tala niður hverfi og hugs­an­lega bygg­ing­areiti með þess­um hætti.“

Hún segir bæði Sigurborgu og Hjálmar vaða um í villu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: