- Advertisement -

„Bretar eru gjörsamlega að drukkna í áfengi“

„Ég er ekki einn af þeim sem sofna fullur/ég er ekki einn af þeim sem vakna skel.“

Bjartmar, Brynjar og Þorsteinn.

„Það kann vel að vera að Bretar hlæi að okkur vegna strangrar áfengislöggjafar. En staðreyndin er sú að Bretar eru gjörsamlega að drukkna í áfengi. Þar eru áfengistengd vandamál stærri og meiri en víðast hvar annars staðar í álfunni og Bretar lifa að jafnaði fimm árum skemur en meðal Íslendingurinn,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki á Alþingi þar sem hann og Brynjar Níelsson tókust á um áfengissölumál. Brynjar vill það sem Þorsteinn vill ekki.

Þorsteinn sagði einnig: „Ég er satt að segja orðinn alveg hundleiður á því — af því að nokkrar umræður hafa farið hér fram á síðustu árum á Alþingi Íslendinga um aukið frjálsræði í áfengisviðskiptum, og það stendur upp úr hverjum manninum á fætur öðrum: Ja, það er nú allt í lagi með mig, ég gríp bara eina rauðvínsflösku eða eitthvað slíkt með mér, en svo eru aftur á móti aðrir sem ráða ekki við þetta en það er allt í lagi með mig. Má ég vitna í Bjartmar Guðmundsson, herra forseti? „Ég er ekki einn af þeim sem sofna fullur/ég er ekki einn af þeim sem vakna skel.“

„Það kom samt fram að sá ágæti maður sem þar er um rætt átti við talsverðan áfengisvanda að stríða, þótt viðlagið sé „ég er ekki alki fyrir fimm aura“ í kvæði Bjartmars blessaðs. En það breytir ekki því að við erum ekkert að hugsa um það hvort ég eða hv. þm. Brynjar Níelsson kunnum eða kunnum ekki að fara með áfengi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: