- Advertisement -

Brynjar spilar rassinn úr buxunum – og hefndir Bjarna formanns

Að spila rassinn úr buxunum – og hefndir Bjarna

Brynjar Níelsson keppist við að finna sér sérstöðu meðal þingmanna. Og tekst það bara ágætlega. Í þeirri viðleitni virðist hann hvorki hirða um eigin heiður né annarra. Af nógu er að taka í fari Brynjars til að sýna hvernig hann leikur, eða afleikur réttara sagt.

Brynjar lætur ekki mikið fyrir sér fara í þinginu. Hann sést að vísu oft í mynd. Bjarni Benediktsson formaður hefur lagt þá þraut á Brynjar að vera einn af varaforsetum Alþingis þar sem hann þarf að sitja og hlusta á hverja ræðuna á eftir annarri.

Bjarni leggur þetta á Brynjar, kannski svo hann geri þá eitthvað í þinginu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Væru hér veðmálastofur væri eflaust veðjað um hversu lengi Brynjari tekst að halda sér vakandi í þessu hlutverki. Áhugaleysið leynir sér alla vega ekki.

Enn og aftur var Brynjar boðaður í Kastljós. Ástæða þótti víst til að spyrja hann út í gagnrýnina á sóttvarnir. Brynjar sagðist ekkert vita um sóttvarnir. Ekki neitt. Samt er hann félagi í hópi hægri manna sem eru á móti aðgerðunum. Hann hefur sem sagt bara þá skoðun að vera á móti.

Nýjasta dæmið er sú fullyrðing að fjölgun öryrkja sé í veldisvexti. Sem er tóm tjara. Samt segir hann þetta án þess að hafa kynnt sér málið hið minnsta.

Leik eftir leik eftir leik spilar Brynjar rassinn úr buxunum. Til er fólk sem fagnar Brynjari sem nýrri hetju. Mætti manni sem ég þekki ekki neitt. Sá kallaði til mín og spurði hvort ég hefði hlustað á útvarpsviðtal við Brynjar. Það hafði ég ekki gert. Þú verður að hlusta, sagði maðurinn. Hann bætti við að loksins væri kominn alvöru þingmaður.

Brynjar á aðdáendur. Þeir eru líka til, og eflaust mun fleiri, sem undrast Brynjar og gera ekkert með staðleysunnar sem vella upp úr honum.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: