- Advertisement -

Covid skýlir Samherja

„Mér finnst mikilvægt að allt sé þetta skýrt. Hæstvirtur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðaði að hann myndi leggja fram frumvarp eingöngu um tengda aðila en hvarf frá því vegna þess að nefnd, sem hefur verið að vinna að bættu eftirliti með fiskveiðiauðlindinni, mun ekki skila fyrr en í maí og það hefur dregist m.a. út af heimsfaraldri og öðru,“ svaraði  Katrín Jakobsdóttir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur. Hún sagði skömmu áður:

„Í því frumvarpi er þó ekki tekið á stærðarinnar ágreiningsmáli er varðar yfirráð tengdra aðila í sjávarútvegi yfir aflahlutdeildum en það snýr að því eignarhlutfalli sem eitt fyrirtæki getur átt í öðru án þess að teljast tengdur aðili. Samherji á 49,9% hlut í Síldarvinnslunni en telst samt sem áður ekki tengdur aðili. Það stendur ekki til að breyta því í þessari tillögu frá sjávarútvegsráðherra. Telur forsætisráðherra eðlilegt að eignarhlutfallið geti verið svona hátt án þess að viðkomandi teljist tengdur aðili?“

Og þá kom ofangreint svar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: