Víst er að í Hádegismóum er búið að hlaða allar byssur, gamlar sem nýjar. Og það verðru skotið í tíma og ótíma.
-sme
Hér er lokakafli Reykjavíkurbréfs morgundagsins:
„Sú ríkisstjórn, sem tekin er við í landinu, hefur sýnt að hún hefur næsta lítið fram að færa. Og það hafi hjálpað henni að haltra fyrstu sporin. En menn vita þó næsta lítið hvert skal haltra. Forsætisráðherrann fékk embættið, eins og Katrín á sínum tíma. Það var aldrei nægjanlega upplýst hvað eða hvernig hún hefur hugsað sér að fara með það embætti, ef frá er talið að spyrja fjölda manna hvaða málefni það séu sem skuli leggja sérstaka áherslu á. Það hefði kannski verið skynsamlegra að panta hugmyndir utan úr bæ áður en stjórnarsáttmála er lokað.“
Þarna er slegið í nokkrar áttir. Davíð lemur meira að segja að Katrínu Jakobsdóttur. Fyrrum besta vin Bjarna. Davíð Oddsson er svo sem vanur að gera lítið úr fólki. Minnug erum við þegar Steingrímur J. Sigfússon hætti sem formaður VG og Katrín tók við, nefndi Davíð Katrínu sem gluggaskraut Steingríms.
Fulla ferð áfram…
Nú að smætta Kristrúnu. Mogginn hefur tekið kúrsinn og Davíð er við rattið. Fulla ferð áfram og ekkert hik. Þeir kunna að ráðast að fólki. Ríkisstjórnin er rétt um þriggja vikna gömul, Alþingi hefur ekki komið saman og því er engin reynsla komin á starf Kristrúnar og annarra ráðherra.
Víst er að í Hádegismóum er búið að hlaða allar byssur, gamlar sem nýjar. Og það verðru skotið í tíma og ótíma.