- Advertisement -

Eignar Svandís sér mál Samfylkingarinnar?

Logi Einarsson segir heilbrigðisráðherra hafa tekið sér fjárveitingavaldið. „En nú hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að grípa hálfan milljarð upp úr grjótinu rétt fyrir árslok til að bregðast við vanda ársins í ár en felldi með stæl tillögur okkar í Samfylkingunni um slíkt hið sama.“

Þingmenn hafa undrast að Svandís Svavarsdóttir hafi fundið peninga til að borga til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Fyrir fáum vikum hafnaði hún, sem og aðrir stjórnarþingmenn, tillögu Samfylkingarinnar um nákvæmlega það sama. Þannig hafnaði Svandís og aðrir þingmenn ríkisstjórnarinnar að verja peningum til þessa máls. Svandís hefur nú, þvert á eigin vilja og annarra þingmanna stjórnarinnar, ákveðið að fara að vilja Samfylkingarinnar,

„Á myndinni með færslunni má sjá hvernig stjórnarmeirihlutinn, þ.á.m. heilbrigðisráðherra, felldi tillögu Samfylkingarinnar um aukin framlög til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni, fyrst í annarri umræðu síðan í þeirri þriðju. Nú ætlar heilbrigðisráðherra að slá sig til riddara og auka nauðsynlegt fjármagn, án lagaheimildar og fara fram hjá þinginu,” skrifar Logi EInarsson, formaður Samfylkingarinnar.

Hann bendir og á að stjórnarmeirihlutinn hafi fellt allar tillögur stjórnarandstöðunnar;  „…en það verður fróðlegt að fylgjast með hvort ríkisstjórnin mun halda áfram heimildarlausum fjárveitingum til að geta eignað sér heiðurinn af góðum tillögum minnihlutans.” Logi bendir á viðbrögð Oddnýjar Harðardóttur um málið

„Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni um 560 milljóna króna viðbótarfjárveitingu fyrir rekstrarárið 2018.“

„Sannarlega veitir heilbrigðisstofnunum ekki af þessum fjárveitingum en spurningunni þarf að svara um hver heldur raunverulega á fjárveitingavaldinu í landinu. Er það Alþingi eins og stjórnarskráin segir til um eða er það hver ráðherra fyrir sig?“ Þannig spyr Logi.

Oddný skrifaði:

„Stjórnarmeirihlutinn felldi tillögur Samfylkingarinnar um aukin framlög til heilbrigðisstofnana úti á landi bæði við afgreiðslu fjárlaga og fjáraukalaga. Þau felldu líka tillögu annarra flokka í stjórnarandstöðu um sama efni. En nú hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að grípa hálfan milljarð upp úr grjótinu rétt fyrir árslok til að bregðast við vanda ársins í ár en felldi með stæl tillögur okkar í Samfylkingunni um slíkt hið sama. Í þessu ljósi er svolítið hlægilegt að stjórnarsáttmálinn fjalli sérstaklega um eflingu þingsins. Ég er hrædd um að þarna verði fjárlaganefnd að krefjast skýringa og segja okkur um leið hver fari með fjárveitingarvaldið. Er það þingið eða einstaka ráðherrar?”


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: