- Advertisement -

Eini leikur Sigmundar

Leiðari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson steig í það eina skref sem kom til greina. Hvað sem hverjum þykir og hvað sem hver telur hefur aldrei farið á milli mála að honum þykir að hann hafi verið svikinn. Sigmundur Davíð kennir, með réttu eða röngu, Sigurði Inga Jóhannssyni um hvers veik staða hans er innan flokksins. Því átti Sigmundur Davíð aldrei annan kost en að segja sig úr flokknum.

„Í því skyni samdi ég við varaformann flokksins um að hann tæki við forsætisráðuneytinu á meðan. Ég bað hann aðeins um tvennt. Annars vegar að ég fengi að fylgjast með gangi mála. Hins vegar að hann stæði við það sem hann hafði marglofað mér, að eigin frumkvæði, og myndi ekki nýta þá stöðu sem honum yrði veitt til að fara gegn mér. Síðara atriðið nefndi ég þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar varaformannsins um að ég skyldi aldrei efast um tryggð hans. Hvað sem á gengi mætti ég treysta því. Ég rifjaði þetta upp fyrir honum vegna þess að með tillögunni var ég að treysta honum fyrir fjöreggi mínu,“ skrifar Sigmundur Davíð í bréfinu sem hann sendi frá sér fyrr í dag.

Engum þarf að dyljast hvaða mat hann hefur á því sem gerðist og þeirri stöðu sem er uppi. Það er ómögulegt að rúm sé fyrir bæði Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Sigurð Inga Jóhannsson í einum og sama stjórnmálaflokknum.

Sigurjón M. Egilsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: