- Advertisement -

Einkennilegasti nefndarfundur Alþingis

Sigmar Guðmundsson skrifaði:

Einum einkennilegasta opna nefndarfundi í sögu Alþingis var að ljúka. Formaður kærunefndar útlendingamála, sem er sjálfstæð kærunefnd, var í þriðju gráðu yfirheyrslu hjá Birgi Þórarinssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins vegna þess að þingmanninum líkar ekki að kærunefndin skuli styðjast við landslög og flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna í úrskurðum sínum. Þingmaðurinn gerir þessa sjálfstæðu kærunefnd ábyrga fyrir þeim kostnaði sem hlýst af úrskurðum hennar, rétt eins og lögin og reglurnar hafi ekkert vægi og að nefndin eigi að líta fram hjá þeim. Þetta er með miklum ólíkindum og með sama áframhaldi styttist í að dómarar landsins fái þriðju gráðu yfirheyrslu um dóma sína frá löggjafavaldinu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: