- Advertisement -

Engin miskunn í Mosfellsbæ

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, er í hópi launahæstu bæjarstjóra veraldarinnar. Rétt eins og aðrir íslenskir bæjarstjórar.

Haraldur situr ekki aðgerðarlaus á sínum himinháum launum. Aldeilis ekki. Bæjarfélagið hans Haraldar vinnur sér það helst til frægðar að vera í miskunnarlausri baráttu gegn varnarlausum öryrkja í bænum. Engin merki er um að slegið verði af aðförinni. Ekki fyrr en öryrkinn, kona hans og börn verði eignarlaus á götunni.

Sökum ömurlegrar stöðu getur öryrkinn ekki greitt gjald fyrir að vera á hjúkrunarheimili bæjarins. Maðurinn verður að reka heimili sitt þar sem fjölskyldan hans býr. Búið er að gera fjarnám vegna einnar milljónar. Bærinn hans Haraldar vill meira. Annað fjárnám hefur veri boðað.

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme

Athugasemd frá bæjarstjóra Mosfellsbæjar:

Heill og sæll Sigurjón

Rak augun í umfjöllun þína í pistli á Miðjunni fyrr í dag.

Ég geri ekki neina athugasemd við umfjöllun um laun mín sem bæjarstóra eða umfjöllun þinnar fyrr um laun annarra bæjarstjóra og opinberra starfsmanna.

Ég get hins vegar ekki látið hjá líðast að gera alvarlega athugsemd við það að þú haldir því fram að Mosfellsbær standi í fjárnámsaðgerðum gagnvart öryrkja í bænum sem býr á Hjúkrunarheimilinu Hömrum. 

Mosfellsbær stendur ekki í þeim innheimtuaðgerðum enda er lögbundin greiðsluþátttaka íbúa á hjúkrunarheimilum ekki á valdi sveitarfélaga heldur fer hún fram á grunni ákvæða 22. og 23. gr. laga um málefni aldraðra nr.125/1999 og á ábyrgð ríkisins.

mbk

Haraldur Sverrisson
bæjarstjóri
Bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar

Í Fréttablaðinu í dag segir:

Eins og Fréttablaðið greindi frá í ágúst missti Erling, sem er lamaður, NPA-samning sinn og var vistaður á Hömrum fyrir tveimur og hálfu ári. Það sem átti að vera hvíldarinnlögn reyndist vera langtímavistun og var hann hvorki spurður né upplýstur um það. Líkir hann vist sinni á Hömrum við varðhald. Tekjur hans skerðast við vistunina og ofan á það þarf hann að greiða vistunargjöld ásamt því að reka eigið heimili og fjölskyldu. Hann hefur hins vegar ekki getað greitt vistunargjöldin og því stendur til að gera fjárnám í eignum hans. „Það gerist ekki neitt,“ segir Erling spurður hvort einhver hreyfing sé komin á hans mál en í janúar síðastliðnum úrskurðaði Úrskurðarnefnd velferðarmála að Mosfellsbær skyldi hraða umsókn Erlings um nýjan samning. Þá hefur umboðsmaður Alþingis ályktað að bænum hafi borið að tryggja að mál hans hjá Hömrum færi í réttan farveg í ljósi áherslu á sjálfsákvörðunarrétt fatlaðs fólks í alþjóðasamningum. Fréttablaðið hefur enn ekki fengið svör frá Mosfellsbæ um hvers vegna mál Erlings hreyfast ekki.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: