- Advertisement -

Enn af sífelldu gagnsleysi þingstarfa

Alræði ráðherranna sér til þess. Niðurlæging Alþingis er gegnum  gangandi.

Leiðari: Þau sem séð hafa vita að alltof mikill tími þingmanna fer í störf sem engu skila og hafa jafnvel engan tilgang. Sannkölluð atvinnubótavinna. Þorsteinn Víglundsson sem lét af þingmennsku fyrir skömmu, segir í viðtali í Fréttablaðinu:

„Þá er umræðunni haldið uppi af þingmannamálum sem fást síðan ekki unnin innan nefndanna og eru ekki kláruð. Það er bagalegt því það koma fjölmörg góð mál frá þingmönnum og mikilvægt að þau séu vel unnin í gegnum nefndir, rétt eins og stjórnarfrumvörp. Í raun er þetta kjánaleg sóun á tíma og því afli sem býr innan þingsins. Það er farsælast ef hér væri starfandi þing sem er virkt í vinnslu og mótun mála frá ríkisstjórn.“

Þetta er fín lýsing á vonlitlum vinnubrögðum helstu valdastofnunar þjóðarinnar, löggjafanum, er ekki svo?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það er óeðlilegt þegar mál liggja lengur í samráðsgátt stjórnarráðsins heldur en þann tíma sem þingið fær að vinna. Með þessu athæfi hefur framkvæmdavaldið tekið sér allt of stóran sess í lagasetningunni. Það er farið að vega að sjálfstæði og virðingu þingsins. Það er Alþingi sem er löggjafinn en ekki stjórnarráðið.“

Svona er þetta. Þingmenn vinna gagnslitla, og jafnvel gagnslausa vinnu, vikum saman. Alræði ráðherranna sér til þess. Niðurlæging Alþingis er gegnum  gangandi. Ár eftir ár, eftir ár.

Sigurjón Magnús Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: