- Advertisement -

Er fjárlaganefnd Alþingis með öllu óþörf?

„Síðasti brandarinn hérna, virðulegur forseti, svona „punchline“, brandarinn í pylsuendanum eða eitthvað svoleiðis, er um kostnaðinn. Með leyfi forseta:

„Gert er ráð fyrir að endanlegt mat á kostnaði vegna skipulagsbreytinganna komi fram við tillögugerð við 2. og eftir atvikum 3. umr. á Alþingi um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2022.“

Það var Björn Leví Gunnarsson sem talaði og hélt áfram:

„Þetta er stórkostlegt. Þetta er ellefu blaðsíðna brandari fyrir mig í fjárlaganefnd. Ég, sem er í fjárlaganefnd, myndi vilja leggja til að fjárlaganefnd yrði lögð niður. Af hverju? Af því að það eru í rauninni fagnefndirnar, alveg eins og ég lýsti áðan, sem eiga að vita hvernig er verið að fjármagna þau verkefni sem nefndirnar sjá um. Þetta er líka þeirra hlutverk og þær þurfa að vera innvinklaðar í það hvað verkefnin kosta. Allar nefndir eiga að vera fjárlaganefndir, hver ein og einasta á sínu málefnasviði.

Þetta er auðvitað stórkostleg tillaga til þingsályktunar og ég legg til að við tökum bara fram endurvinnslutunnuna, pappírsendurvinnslutunnuna og látum þetta detta þangað.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: