- Advertisement -

Er stjórnarskrármál Katrínar boðlegt?

„Auðvitað má segja að það sé heldur sérkennileg niðurstaða að breytingar á stjórnarskránni, grundvallarlögum íslenskrar stjórnskipunar, birtist nú í formi þingmannafrumvarps, frumvarps sem lagt er fram af hæstvirtum forsætisráðherra eftir að mistekist hefur að ná samkomulagi milli flokka á þingi,“ sagði Birgir Þórarinsson Miðflokki.

„Sú hætta er augljós að framvinda frumvarpsins fyrir Alþingi næstu vikur og mánuði muni því miður lykta af pólitískum hrossakaupum þar sem hver og einn leggur til bútasaumsins eftir því sem um semst. Spyrja má hvort það sé boðlegt í svo mikilvægu máli þegar stjórnarskráin sjálf er undir. Í haust var hrint af stað undirskriftasöfnun af hálfu Stjórnarskrárfélagsins til að skapa þrýsting á að stjórnarskráin yrði samþykkt, mál sem hefur hangið yfir okkur ef svo má að orði komast.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: