- Advertisement -

Er Wintris betra en Icesave?

Leiðari Wintrismál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mun því miður yfirtaka stóran hlutan kosningabaráttunnar. Málið mun yfirskyggja aðra umræðu. Sjálfstæðismenn hafa lagt ýmislegt á sig til að fá kjósendur nú til að taka afstöðu til Icesave. Sú taktík er brunnin yfir. Wintris yfirtók hana.

Við fljótalestur um nýjasta kafla Wintrismálsins er ljóst að enginn kjósandi getur tekið afstöðu nema lesa sér til um málið. Skattahlið Wintrismálsins er eitt. Margt annað hangir á spýtunni.

Til að mynda sala Sigmundar Davíðs til eiginkonu sinnar á sínum helmingi fyrirtkisins, augnabliki áður en hann átti að geta eignarinnar í hagsmunaskráningu alþingismanna og leyndin um hagsmunaárekstrana.

Hvað sem hverjum kann að þykja verður ekki hjá því komist að Sigmundur Davíð, með Wintris að vopni, yfirtekur stóran hluta af kosningabaráttunni. Því miður.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Öll hin brýnu mál komast ekki eða lítið að. Það stefnir í hreint ömurlega kosningabaráttu. Af tvennu illu er Icesave betra en Wintris.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: